Tennisskóli TFK

Tennisskóli fyrir 9 til 13 ára börn.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á tennisæfingar, tennisspil og ýmsa tennisleiki auk þess sem spilaðir eru hlaupa- og boltaleikir.  Þátttakendur fá einnig að kynnast nýrri íþrótt á Íslandi sem heitir Padel.  Aðal áhersla, í öllum aldurhópum, er að hafa gaman af tennis og padel. Hvert námskeið er sett upp sem tveggja vikna námskeið en hægt er að taka stakar vikur.

Námskeiðsvikur eru eftirfarandi:

Námskeið 1: 10. júní – 24. júní
Námskeið 2: 27. júní – 08. júlí
Námskeið 3: 11. júlí – 22. júlí
Námskeið 4: 25. júlí – 05. ágúst
Námskeið 5: 08. ágúst – 19. ágúst


Námskeiðsgjald:
Verð fyrir hverja viku hálfan daginn er kr. 16.900 kr. og fyrir heilan dag 24.900 kr. Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini.  Veittur er hlutfallslegur afsláttur ef vika á námskeiði er styttri en 5 dagar.Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzu – eða grillveisla og fá allir nemendur TFK bol og viðurkenningarskjal.  Hægt er að velja um námskeið frá kl. 09:00 – 12:00, frá kl. 13:00 – 16:00 og allan daginn frá kl. 09:00 – 16:00. Börnin geta fengið gæslu kl. 07:45 – 09:00, í hádeginu og frá kl. 16:00 – 17:15. Gæsla er án endurgjalds.

Umsjón með Tennisskólanum hafa tennisþjálfararnir Jón Axel Jónsson, Milan Kosicky og Diana Ivancheva.

Skráning er hafin á heimasíðu TFK. Skráning hér. Einnig er hægt að hafa samband við Tennishöllinna í síma 564 – 4030 og í tölvupósti á tennis@tennishollin.is.

Vinsamlegast frestið ekki skráningu því aðeins 60 börn komast á hvert námskeið.