Tennisskóli TFK

Tennisskóli er fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára.
Skemmtileg tennisnámskeið í Tennishöllinni í Kópavogi bæði innan -og utandyra.
Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðu atriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis.

Námskeiðsvikur fyrir 9 til 13 ára eru eftirfarandi:

Námskeið 1: 10. – 21.júní
Námskeið 2: 24. júní – 05. júlí
Námskeið 3:
08. – 19. júlí
Námskeið 4: 22. júlí – 02. ágúst
Námskeið 5: 05. – 16. ágúst.

Vinsamlegast athugið að aðeins 50 börn komast á hvert námskeið.

 

 

Námskeiðstímar í boði:
Hægt er að velja um námskeið frá kl. 09:00 – 12:00, frá kl. 13:00 – 16:00 og allan daginn frá kl. 09:00 – 16:00. Börnin geta fengið gæslu kl. 07:45 – 09:00, í hádeginu og frá kl. 16:00 – 17:15. Gæsla er án endurgjalds.

Námskeiðsgjald: verð fyrir fullt tveggja vikna námskeið er kr. 34.900 fyrir hálfan daginn – allan daginn kr. 51.900. Hægt er að taka stakar vikur og vikan hálfan daginn á kr. 19.900 og allan daginn á kr. 29.900. Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini. Veittur er hlutfallslegur afsláttur ef vika á námskeiði er styttri en 5 dagar.

Umsjón með Tennisskólanum hefur Arnaldur Gunnarsson íþróttafræðingur.

Skráning er hafin á heimasíðu TFK. Skráning hér. Einnig er hægt að hafa samband við Tennishöllinna í síma 564 – 4030 og í tölvupósti á sindri@tennishollin.is.