Dýr og List sumarnámskeið

Í samstarfi reiðskólans Eðalhesta og dýragarðsins Slakka ætlum við að vera með dýra- og listanámskeið fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Námskeiðin verða daglega í eina viku og eru frá kl. 09.00 – 12.00 eða frá kl. 13.00 til 16.00.

Aðalmarkmið námskeiðsins er að börnin skemmti sér, komist í snertingu við dýr og efli skapandi hugsun.

Börnunum verður kennt að umgangast dýrin, þrífa hjá þeim, gefa þeim að borða, veita þeim ást og hlýju auk þess að fara einu sinni á hestbak.

 

Við munum vinna með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið í myndlist og smíði.

Mikilvægt er að börnin klæði sig eftir veðri því að við munum vera mikið úti og gott er að taka með sér nesti fyrir nestistímann. Við leggjum upp úr því að það sé hollt og gott nesti.

Í lok námskeiðsins, sem er á föstudögum, munum við hafa grillpartý fyrir krakkana og þá þurfa þau að taka með sér pylsur/grænmetispylsur og pylsubrauð en við munum útvega meðlæti á pylsurnar.

Vegna aðstæðna í samfélaginu munum við passa sérstaklega upp á hreinlæti og handþvott.

 

Námskeið 1. 22. – 26. júní kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeið 2. 29. júní – 03. júli kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeið 3. 06. – 10. júlí 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00
Námskeið 4. 13. – 17. júlí  kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00

Það verða einungis 15 börn á hverju námskeiði og þeim verður skipt upp í litla tveggja til þriggja manna hópa.


Námskeiðsgjald
er kr. 25.000

Skráning á námskeiðin er hafin í gegnum mail: dyroglist@gmail.is eða á facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/dyroglist þar er einnig er hægt að senda okkur skilaboð.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar.

Kennarar og eigendur.

Halla María Þórðardóttir er eigandi Reiðskólans Eðalhesta og hefur starfað við kennslu bæði í grunnskóla og í reiðskóla í mörg ár. Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og er að ljúka kennaranámi við Háskóla Íslands.

Sóldís Einarsdóttir hefur lokið myndlistakennaranámi frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem myndlistakennari í grunnskólum og hjá Myndlistaskóla Kópavogs. Einnig hefur Sóldís starfað sem hundasnyrtir og við hundaþjálfun í mörg ár.