Skáknámskeið

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára í Smáranum og Fagralundi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd á árunum 2010- 2016 og verður skipulögð dagskrá frá kl. 09.00 – 16.00 alla virka daga.

Á skáknámskeiðum verða undirstöðuatriði greinarinnar kynnt fyrir iðkendum í bland við skemmtilega leiki sem henni tengjast.

Námskeið 1: 12. – 16. júní
Námskeið 2: 19. – 23. júní
Námskeið 3: 26.- 30. júní

Námskeið 4: 03. – 07. júlí
Námskeið 5: 10. – 14. júlí
Námskeið 6: 17. – 21. júlí
Námskeið 7: 24. – 28. júlí

Námskeið 8: 14. – 18. ágúst

ATH! Nýtt skráningar-/greiðslukerfi er í uppsetningu og hafa breytingarnar tafist örlítið, beðist er velvirðingar á því.