Tröð sumarstarf ungmenna 17 til 25 ára

Sumarvinnu – og frístundaklúbburinn Tröð

Frá árinu 2010 hefur Kópavogsbær  boðið ungmennum með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára uppá sumarvinnu. Um er að ræða vinnu – og frístundaúrræði sem sniðið er að þörfum og getu hvers og eins.

Í sumarstarfinu er lögð áhersla á fræðandi og uppbyggilega nálgun, sem til viðbótar við hefðbundna sumarvinnu hjá bænum, lítur meðal annars að kynningu á almennum vinnumarkaði.

 

Fyrirkomulag er eftirfarandi:

Ungmennin fá vinnu hjá Kópavogsbæ í allt að í 8 vikur og er starfstíminn frá 1. júní – 23. júlí.

Ungmenni fá að sækja tímabundna vinnu hjá fyrirtæki eða stofnun, háð samkomulagi.

Ungmennin vinna létt störf sem taka mið af getu hjá hverjum og einum. Þau vinna hluta úr degi eða nokkra daga í senn á meðan á vinnutímabilinu stendur, háð samkomulagi.

Einn starfsmaður fylgir allt að tveimur ungmennum og aðstoðar þá í vinnu. Hann er jafnframt tengiliður við fyrirtækið.
Ungmennin og starfsmaður fá laun hjá Kópavogsbæ.

Atvinnu – og frístundaklúbburinn er til húsa í Neðstutröð 6.

Forstöðumaður í Tröð er Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir
sími. 825 – 5913

_______________________________________________________________________

Umsóknir 17 ára ungmenna fara fram í gegnum Vinnuskóla Kópavogs. Vinsamlega takið fram við skráningu að ungmenni hafi tengingu við Tröð.

Umsóknir 18 – 25 ára fara fram í  gegnum innskráningarferli á alfred.is   

Leiðbeiningar um innskráningu.

  • Veljið innskráningarhnappinn og valið er um innskráningu með facebook eða með símanúmeri
  • Ef valið er símanúmer, opnast gluggi á skjánum sem segir SMS staðfestingarkóði – kóðinn er sendur í sms í uppgefið farsímanúmer
  • Staðfestingarkóðinn er settur inn í viðeigandi glugga og valin innskráning með símanúmeri
  • Þá opnast gluggi – „NÝSKRÁNING“ – umsækjandi fyllir út í alla reiti eins og þarf.
  • Velur hnapp „ Umsóknir“ og síðan „ STÖRF“.
  • Starfið sem við á heitir „Umsóknir fyrir ungmenni með fötlun“