Upplýsingar um úthlutun á stuðning á almenn sumarnámskeið og reglur um úthlutun.
Foreldrum/forráðmönnum barna með fötlun býðst að sækja um stuðning fyrir börn sín á almenn sumarnámskeið.
Til að fá mat á hvaða stuðningur hentar hverju barni, er óskað eftir að foreldrar veiti samþykki fyrir því að leitað verði upplýsinga til þjónustuaðila barnsins, t.d. hjá skóla eða Velferðarsviði Kópavogsbæjar. Sjá nánar á umsóknareyðublaði.
Úthlutað er allt að 6 sumarvikum og er það í samræmi við fjölda sumarvikna í frístundaklúbbnum Hrafninum, í frístundaklúbbum í Klettaskóla og í öðrum skólum sem börn með lögheimili í Kópavogi sækja. Ef þörf er fyrir stuðning umfram 6 vikur, þarf að sækja um það sérstaklega með skriflegri beiðni, sem þá fer í endurmat.
Vakin er athygli á að sé barn skráð á sumarnámskeið í Hrafninum er ekki veittur viðbótar stuðningur, starfsmannahald Hrafnsins tekur mið af umsóknum sem þangað berast.
ATH!
Lokafrestur til að sækja um stuðning á námskeið í júní er 15. maí.
Lokafrestur til að sækja um stuðning á námskeið í júlí er 15. júní
Lokafrestur til að sækja um stuðning á námskeið í ágúst er 15. júlí.
Sækja um stuðning fyrir barn á almenn sumarnámskeið
Mikilvægar upplýsingar:
- Hægt er að sækja um allt að 6 sumarvikur og miða þær við námskeið allan daginn.
- Mögulegt er að lengja í námskeiðstímanum ef valin eru námskeið hálfan daginn.
- Ef foreldri/forráðamaður er með stuðningsaðila og viðkomandi er tilbúinn að fylgja barninu á sumarnámskeiðum er tekið tillit til þess í umsóknum.
- Stuðningsaðilar þurfa að sækja um sumarstarf í stuðning á umsóknarvef Kópavogsbæjar.
- Ráðningasamningur stuðningsaðila tekur mið af námskeiðstíma hvers barns.