Hrafninn frístundaklúbbur

Hrafninn er  frístundaklúbbur fyrir börn og unglina með fötlun og er til húsa við Skálaheiði 2 (við íþróttahús Digranes)

Starfið í Hrafninum er tvíþætt, sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7 til 13 ára (f. 2009 – 2015) og vinnu – og frístundastarf fyrir unglinga á aldrinum 14 til 16 ára. Hrafninn er fyrir börn og unglinga með lögheimili í Kópavogi.

Markmið í starfi Hrafnsins er að veita þeim börnum og unglingum fastan punkt í tilveruna og bjóða upp á fjölbreyttar og skipulagðar tómstundir sem hæfi öllum þátttakendum. Viðfangsefni sumarnámskeiðanna eru m.a. sundferðir, skólagarðar, útivist og ýmsar stuttar ferðir innan og utan bæjarmarkanna.

Stuðlað er að því að öllum líði vel og finnist gott að koma í Hrafninn til að njóta frístunda verkefna í öruggu og skemmtilegu umhverfi.

Börnin þurfa að hafa með sér nesti fyrir allan daginn.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 09.00 – 16.00.

Námskeiðsvikur:

Námskeið 1: 13. júní – 16. júní ( fjórir dagar )
Námskeið 2: 20. júní – 24. júní
Námskeið 3: 27. júní – 01. júlí
Námskeið 4: 04. júlí – 08. júlí
Námskeið 5: 11. júlí – 15. júlí
Námskeið 6: 18. júlí – 22. júlí

Hrafninn er lokaður frá 25. júlí – 05. ágúst.

Námskeið 7: 08. – 12. ágúst
Námskeið 8: 15. – 19. ágúst

 

Námskeiðsgjald er kr. 10.600 hver vika. Gjald vegna gæslu kl. 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 er 500 kr. fyrir hverja klst. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 25 börn.

Skráning hefst 1. maí og námskeiðsgjald greiðist við skráningu, systkinaafsláttur reiknast við skráningu. Skráning hér.

_________________________________________________________________

Sumarfrístund unglinga  í Hrafninum.

Unglingar 14 til 16 ára (fædd á árunum 2006 – 2008) sem skráð eru í frístundaþjónustu í Hrafninn fá stuðning frá starfsfólki Hrafnsins í Vinnuskóla Kópavogs. Verkefnin eru sveigjanleg og aðlöguð að þeirra áhuga, getu og úthaldi. Forstöðumenn Hrafnsins og Vinnuskólans vinna saman að gerð verkefnalista fyrir þau. Vinnutími unglingana er einstaklingsmiðaður, allt frá nokkrum tímum á viku, upp í heila daga. Ýmis frístunda tengd verkefni koma einnig til þegar svo ber undir.

Skráning í Vinnuskóla Kópavogs fer fram HÉR   (Vinsamlega takið fram í umsókn ef unglingur er einnig skráður í frístundaþjónustu í Hrafninum)

ATH! Námskeiðsgjald í 5 daga hálfan daginn er kr. 5.300. Skráning hér.

 

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Ágerður Stefanía Baldursdóttir
Hrafninn s. 441 9381. Gsm. 897 0013.