Molinn

Molinn er miðstöð ungs fólks í Kópavogi á aldrinum 16  – 25 ára og hann hóf formlega starfsemi sína í maí 2008.

Helstu markmið Molans eru:

  • Að vera vettvangur fyrir menningarlega viðburði og grósku þar sem ungt fólk getur bæði nýtt aðstöðuna til listsköpunar og komið sér á framfæri, hvort sem um ræðir sjónlist, tónlist eða ritlist.
  • Að bjóða ungu fólki upp á jákvætt félagslegt umhverfi. Í húsinu er þráðlaus netaðgangur og geta gestir fengið afnot af tölvum. Hægt er að kaupa kaffi og meððí á kaffihúsinu Molakaffi gegn vægu verði, fletta blöðum og spila pool, horfa á sjónvarpið eða tralla á gítar í góðra vina hópi.
  • Að vera ungu fólki innan handar með hvað varðar þeirra málefni, atvinnu og réttindi, bjóða upp á fjölbreytt námskeið og félagsstarf.

Á sumrin breytist starfsemin nokkuð þar sem Molinn hefur umsjón með Skapandi sumarstörfum í þær átta vikur sem þau standa yfir. Skapandi sumarstörf eru mikilvægur þáttur í samfélaginu, setja svip á mannlífið og gefa ungu fólki tækifæri til að þróa eigin hugmyndir, vinna sjálfstætt og kynnast hvernig þau geta haft áhrif á eigið umhverfi.Hefurðu áhuga á að halda tónleika? Langar þig að setja upp myndlistarsýningu en vantar aðstöðu og hjálp?

Alltaf er hægt að fá ráðgjöf og hjálp í tengslum við atvinnu- og námsleit innanlands og utan. Einnig aðstoðar starfsfólk Molans við að koma á tengslum við fagaðila ef þess er óskað. Í Molanum er alltaf kósý stemning og þægilegt að kíkja í pool eða fússball, horfa á uppáhalds sjónvarpsþættina, spjalla, tefla, grípa í gítarinn eða bara læra.

Molinn býr yfir góðri aðstöðu, tækjabúnaði og tækniþekkingu til að aðstoða við hvers kyns viðburði, bæði stóra og smáa.

Hafðu samband við okkur í síma 441 -9290 eða líttu við í spjall, einnig er hægt að senda okkur póst á netfangið molinn@molinn.is
Molinn á Facebook

Molinn er til húsa á menningarholtinu og stendur við Hábraut 2 í Kópavogi.