Gerðarsafn, Bókasafn, Náttúrufræðistofa

MenningarKrakkar

  • Í ævintýraskógi. 

Skemmtilegt og skapandi námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára (1. – 4. bekk).

Námskeiðið fléttast meðal annars í kringum ævintýraheima rithöfundanna H. C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren í tilefni verkefnisins Vatnsdropans. Vettvangsferðir, sögur og spennandi listasmiðjur. Námskeiðinu lýkur með uppskeruhátíð.

Námskeiðið fer fram vikuna 15. – 19. ágúst frá klukkan 09:00 – 12:00

Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og systkinaafsláttur reiknast við skráningu. Hámarksfjöldi barna á námskeiðinu er 18 börn.

 

ATH! Börnin þurfa að hafa með sér hollt nesti, hlífðarföt og stígvél.

 

Skráning hefst 1. maí. Skráning hér. 

Nánari upplýsingar veittar á netfanginu meko@kopavogur.is