Draumar leikfélag

Söngleikjanámskeið Drauma

Á sumarönn 2023 býður Leikfélagið Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir 9 árganga á nýjum stað í Sjálandsskóla.

Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.

Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær!

Skráning er ekki staðfest fyrr en tölvupóstur frá okkur með staðfestingu á skráningu hefur borist þeim sem framkvæmir skráninguna.

Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en sýningarnar fara fram á námskeiðstíma á síðasta degi námskeiðsins og verða tímasetningar sendar út þegar nær dregur lokum námskeiðs. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem allra veglegasta. Hvert barn fær tvo boðsmiða á lokasýningarnar en aukamiðar á lokasýningar kosta 1000.- kr og eru seldir við hurð.

Fyrsta námskeið hefst 7. júní og kennsla fer fram í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Námskeiðin eru alla jafna tvær vikur, kennt hálfan dag, ýmist frá 08:30-12:00 eða 13:00-16:30. Leikskólanámskeiðin eru ein vika.

Vinsamlegast takið fram í athugasemdum ef óskir eru um að vera saman í hóp. Í yngsta hóp og í miðhóp er nemendum skipt í 6 manna hópa og á elstu námskeiðum í 7 manna hópa. Ekki eru gerðar breytingar á fjölda í hverjum hóp. Skipt er í hópa á fyrsta degi hvers námskeiðs.

 

Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og í sumar eru töluvert færri pláss í boði á hvert námskeið en síðustu ár. Fyrstur kemur – fyrstur fær.

 

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, dagsetningar, tíma, skráningar og verð er að finna HÉR.