Garðlönd

Viltu rækta eigið grænmeti? Það er best.

Kópavogsbær hefur um langt árabil leigt út matjurtagarða, svokölluð garðlönd.

Hvert garðland er 25 m2 að stærð og leigugjald er 5.700 kr. Hver leigjandi getur verið með tvo skika, þ.e. 50 m2, en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi.

Garðlönd eru í boði á eftirfarandi stöðum:

 

  • Við Geðræktarhúsið að Kópavogsgerði 8.
  • Í trjásafninu neðan Kjarrhólma í austanverðum Fossvogsdal.
  • Neðan við skólagarða í Víðigrund í vestanverðum Fossvogsdal.
  • Ofan við leikskólann Núp við Núpalind.
  • Við Guðmundarlund á Vatnsenda

 

 

 

 

Garðlöndin verða afhent plægð og merkt um miðjan maí, ef veður leyfir, og eins og áður verður á staðnum komið fyrir skiltum sem sýna legu garða og lista yfir leigjendur. Á öllum stöðunum er aðgangur að vatni. Jafnframt verða verkfæri, s.s. skóflur, gafflar, hrífur, vatnskönnur og hjólbörur á staðnum, þó ekki sé hægt að tryggja að alltaf verði nóg fyrir alla. Leigjendur verða sjálfir að útvega sér áburð og plöntur.

Hluti garðlandanna á hverjum stað er hugsaður fyrir þá sem vilja rækta fjölært grænmeti, s.s. rabarbara, graslauk og aðra lauka, skessujurt o.fl. Þeir skikar eru ekki plægðir á hverju vori eins og hin garðlöndin, heldur verða leigjendur sjálfir að sjá um að stinga þau upp á vorin. Þeir sem óska eftir slíkum garði þurfa að taka það fram í umsókninni.

 

Hægt er að sækja um garðland í þjónustugátt á kopavogur.is en einnig í Þjónustuveri í síma 441-0000.