Gerpla – Fimleika- og íþróttafjör

Fimleika – og íþróttafjör.

Íþróttamiðstöðin Versölum 3.

Íþróttafélagið Gerpla stendur fyrir fjölbreyttu og skemmtilegu íþrótta- og tómstundastarfi í allt sumar. Starfið fer fram í glæsilegri aðstöðu félagsins í Versölum auk útisvæða í nágrenni þess.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem lögð verður áhersla á fimleika og aðrar íþróttir, farið í sund ásamt ýmiskonar útiveru. Mikil áhersla verður á fjölbreytni á námskeiðunum og að hvert námskeið sé skemmtileg upplifun fyrir börnin.

Námskeiðin eru fyrir börn fædd á árunum 2012 – 2016, nánar tiltekið þau sem eru að fara í skóla að hausti og upp í 10 ára.

Júní.

Námskeið 1: 08. júní – 10. júní  

Námskeið 2: 13. júní – 16. júní (4 dagar)

Námskeið 3: 20. júní – 24. júní 

Námskeið 4: 27. júní – 30. júní (4 dagar)

 

Júlí.

Námskeið 4: 04. júlí – 08. júlí

Námskeið 5: 11. júlí – 15. júlí

Námskeið 6: 18. júlí – 22. júlí


Ágúst.

Námskeið 7: 08. ágúst – 12. ágúst 

Námskeið 8: 15. ágúst – 19. ágúst

Á námskeiðunum er skipulögð dagskrá frá kl. 09.00 – 16.00. Boðið er upp á gæslu án aukakostnaðar frá kl. 08.00 – 09.00 og frá kl. 16.00 – 17.00.

Gjaldskrá.
Verð fyrir 4 daga námskeið kr. 12.720, 5 daga námskeið kr. 15.900.
Athugið að fjöldi barna á hverju námskeiði verður takmarkaður.

Skráningar hefjast 25. apríl og fara fram hér

 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Gerplu Íþróttafélagið Gerpla – Fimleikar fögur íþrótt

Fyrirspurnir sendist á sumarnamskeid@gerpla.is eða í síma 513-8800

 

Umsjón með Fimleika- og íþróttafjöri er í höndum Birgis Vals Birgissonar

Yfirmaður sumarnámskeiða Gerplu er Þórdís Eva Harðardóttir deildarstjóri almennrar deildar Gerplu.