Menningarhúsin í Kópavogi

Fjörufjör og tilraunir, hljóðfæragerð og myndlist.

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða að venju upp á heilsdags námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Námskeiðið fer fram í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni.

Um námskeiðið:

Dagskráin er afar fjölbreytt en farið verður í rannsóknarleiðangra með sérfræðingum Náttúrufræðistofu en líf í fjörum Kópavogs verður aðal rannsóknarefnið. Bókagerð og hljóðfærasmiðja verða einnig á dagsskrá auk listasmiðju með fjölbreyttum aðferðum á Gerðasafni.  Leiðbeinendur frá Kópavogsbæ munu verða til staðar í hádegishléum en námskeiðinu lýkur með sýningu á verkum barnanna.

 

Námskeiðið er vikuna 12. – 16. ágúst frá klukkan 09.00 – 16.00

Námskeiðsgjald:
 kr. 24.000. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það.
Hámarksfjöldi á námskeiðið er 18 börn.

 

Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis hollt og gott nesti, hlífðarföt og stígvél.

 

 

Skráning fer fram í gegnum Frístundagátt Kópavogsbæjar. HÉR

Nánari upplýsingar veittar á netfangið menningarhúsin@kopavogur.is