Stuttmyndaskólinn í Kópavogi

Námskeið í stuttmyndum og hreyfimyndum í Bókasafni Kópavogs

sumarnámskeiðið er fyrir börn á aldrinum 10  til 12 ára, fædd 2008, 2009 og 2010.

Nemendur læra um handritagerð, myndatöku, hljóðvinnu og klippingu. Einnig er fengist við hreyfimyndagerð. Teiknimyndir, leirmyndir, og klippimyndir. Gerðar eru stuttmyndir  sem sýndar eru lokadaginn, þá er ættingjum og vinum boðið á frumsýningu.  Nemendur eiga þess kost að fá allar myndirnar sendar heim. Gott er að krakkarnir hafi með sér nesti. Systkinaafsláttur. Greitt í byrjun námskeiðs.


Sumarnámskeið.

Námskeiðsvika: 09. – 12. júní  fyrir hádegi kl. 09.00 – 12.00
Námskeiðsvika:
09. – 12. júní  eftir hádegi kl. 13.00 – 16.00

Námskeiðsgjald: kr. 9.000

 

 

 

Kennari er Marteinn Sigurgeirsson kennari og kvikmyndagerðarmaður.

Námskeiðið fer fram í Bókasafni Kópavogs 1. hæð.

Skráning er hafin í síma 666 7474 og 554 0056 eða á netfangið myndmidlun@gmail.com