Stuttmyndaskólinn

Stuttmyndagerð í Kópavogsskóla

Námskeiðið í stuttmyndagerð fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára (fædd 2012, 2013, 2014)  fer fram í Kópavogsskóla.

Lýsing á námskeiðinu:
Nemendur læra um handritagerð, myndatöku, hljóðvinnu og klippingu. Einnig er fengist við hreyfimyndagerð. Teiknimyndir, leirmyndir og klippimyndir. Gerðar eru stuttmyndir sem eru sýndar lokadaginn.  Þá er ættingjum og vinum boðið á frumsýningu. Nemendur eiga þess kost að fá allar myndirnar sendar heim. Gott er að krakkarnir hafi  með sér nesti og stutta sögu sem hugsanlega má mynda. Í nestistímum verða sýndar myndir frá fyrri námskeiðum en þetta er í 21 sinn sem námskeiðið er haldið.

Þátttakendur hafi með sér hollt og gott nesti.


Námskeiðið er frá  18. – 28.  júní  

Hópur A. Kl. 09.00 – 12.00

Hópur B. Kl. 13.00 – 16.00

 

 

Námskeiðsgjald er kr. 25.000, greitt er í byrjun námskeiðs, veittur er systkinaafsláttur. Gott er að fá símanúmer og netfang foreldris/forráðmanns við skráningu barns á námskeiðið. 

 

Kennari Marteinn Sigurgeirsson kennsluráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður

Skráning er hafin hér  og í símum 666 7474/  554 0056