Söguheimar

Sumarbúðir Söguheima fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára.

Sumarbúðir söguheima eru fimm til sjö daga ferðalag um sagnaheim ævintýrisins sem í boði er hverju sinni. Ævintýrið á sér stað í ævintýra dalnum í fallegu umhverfi Lækjarbotna. Þar reisum við tjöldin okkar og kveikjum upp varðeld undir gullnu þaki heimsins. Við ætlum að kynnast heiminum, náttúrunni og hvert öðru í gegnum útiveru og leik. Við munum horfa á eftir miðnætursólinni, sofa í tjöldunum og sitja við eldinn og búa saman í eina viku. Á daginn munum við æfa sirkus og dans, læra að tálga og skjóta boga, elda ljúfengan mat og mála úti með vatnslitum, teikna og segja sögur.

Sumarbúðir söguheima eru fimm til sjö daga ferðalag um sagnaheim ævintýrisins sem í boði er hverju sinni.

Í sumarbúðunum er farið inní eina sögu hverja viku. Þar söfnumst við saman í kringum sögupersónur og sögusvið sögunnar sem á sér stað. Á daginn munum við leika okkur í söguheimi sögunnar fá að upplifa hana, heyra og taka þátt í henni. Við fylgjum eftir sögupersónunum og þeim raunum og þrautum sem þær þurfa að leysa og tileinkum okkur þau sannindi og gildi sem er að finna í hverri sögu. Við snarkandi varðeld undir himinhvolfinu. Upplifðu söguna á eigin skinni.

 

Skráning og nánari upplýsingar um námskeið og verð eru á heimasíðu Söguheima 

Nánari upplýsingar veita Ívar í síma 892 – 1142 og Lui í síma 858 – 7443.

Einnig er hægt að senda póst á netfangið sirkusnamskeid@gmail.com og soguheimar@gmail.com