Vinnuskóli Kópavogs

Starfstímabil

Starfstímabil Vinnuskóla Kópavogs er tvískipt.

Frá 10. júní – 08. ágúst fyrir 14 til 16 ára  og frá 27. maí – 09. ágúst fyrir 17 ára.

Sumarstörf Vinnuskólans eru fyrir unglinga í 8. – 10. bekk ( f. 2008, 2009 og 2010 ) og fyrir 17 ára ungmenni (fædd 2007). Sumarstörfin fela aðallega í sér störf við snyrtingu og fegrun bæjarins.

Starfstímabil sem í boði eru fyrir aldurshópana eru nokkuð mismunandi og eru allar nánari upplýsingar að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar. 

Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. apríl á heimasíðu Kópavogsbæjar og tekið við umsóknum til og með 15. maí, á þessum tíma verði hægt að velja þau tímabil sem henta umsækjendum best.

Hægt er að sækja um starf  í Vinnuskólanum HÉR

Gert er ráð fyrir að eins og áður, verði tekið við umsóknum eftir auglýstan umsóknarfrest en þá verði val um tímabil ekki lengur í boði.

Dagleg stjórnun Vinnuskóla Kópavogs er í umsjón Svavars Péturssonar verkefnastjóra s. 441 – 9080, netfang: vinnuskoli@kopavogur.is 

 

ATH! Stuðningur við unglinga með fötlun er veittur frá Hrafninn sæki þau frístundaþjónustu fyrir/eftir vinnuskóla. Fyrir þau sem ekki sækja frístundaþjónustu í Hrafninn en þurfa stuðning í Vinnuskóla, geta sótt um stuðning HÉR.