GKG golfleikjanámskeið

GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Um golfleikjanámskeiðið.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kynna íþróttina fyrir börnunum í gegnum golftengda leiki og hreyfingu. Nemendum er skipt í tvo hópa, 6 til 8 ára og 9 til 12 ára og eftir kyni sé þess kostur. Á seinasta degi námskeiðsinskynnast þau leiknumsjálfum enn frekar með því að leika æfingavöllinn okkar þar sem brautirnar er 40 – 60 metra langar. Námskeiðum lýkur síðan með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GKG

Markmið: Að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og eru leiðbeiningar gjarnan í formi golfleikja ýmiss konar. Einnig verður lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barnanna svo sem samhæfingu, liðleika og jafnvægi, enda eru það mikilvægir þættir í hreyfingum golfsveiflunnar. Forgangsatriði námskeiðanna eru að þau séu örugg, skemmtileg, og að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar.


Námskeið og dagsetningar: 

Námskeið 1: 13. júní – 16. júní ( fjórir dagar )
Námskeið 2: 27. júní – 01. júlí
Námskeið 3: 11. – 14. júlí ( fjórir dagar )
Námskeið 4:  18. – 22. júlí
Námskeið 5:  25. – 29. júlí
Námskeið 6: 08. – 11. ágúst ( fjórir dagar )
Námskeið 7: 15. – 19. ágúst

Hægt er að velja um námskeið kl. 09-12 eða kl. 13-16.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler hér.

 

Verð: 5 daga námskeið kr. 14.800,
Verð : 4 daga námskeið  kr. 11.880.

Ath. Þátttaka á golfleikjanámskeiðunum veitir aukafélagsaðild í GKG. Innifalið í aukaaðild er aðgangur að 5 holu æfingavellinum fyrir barnið og fjölskyldumeðlimi til að koma og leika sér á þegar námskeið eru ekki í gangi. Einnig er hægt að nýta högg-æfingasvæðið og eru seldar æfingafötur í golfverslun GKG.

Hægt að stunda æfingar frá 8 ára aldri hjá GKG sem félagsmaður. Nánari upplýsingar um æfingatöflur, verðskrá ofl. er að finna hér.

Ef tekið er þátt í tveimur námskeiðum þá er frír aðgangur að félagsæfingum það sem eftir er af sumartímabilinu. Þó er miðað við lágmark 8 ára á árinu.

Hægt að stunda æfingar frá 8 ára aldri hjá GKG sem félagsmaður. Nánari upplýsingar um æfingatöflur, verðskrá og fl. er að finna á heimasíðu GKG . Ef tekið er þátt í tveimur námskeiðum þá er frír aðgangur að félagsæfingum það sem eftir er af sumartímabilinu, þó er miðað við að lágmarks aldur sé 8 ára á árinu.

Aðstaða og búnaður Hofstaðavöllur í Garðabæ.

Í ár fara golfnámskeiðinfram á Hofstaðavelli í Garðabæ. Börnin hafa með sér nesti og ef veður er óhagstætt þá er hægt að leita skjóls í Hofstaðaskóla.
Ekki er nauðsynlegt að eiga golfkylfur til að taka þátt í námskeiðum GKG því búnaður er til láhns meðaná námkeiðinu stendur.

 

Verkstjórar golfleikjanámskeiða GKG eru Íris Lorange Káradóttir og Jón Þ’or Jóhannsson sem hafa mikla reynslu sem leiðbeinendur hjá GKG. Leiðbeinendur eru úr hópi afrekskylfinga GKG á aldrinum 16 til 21 árs, langflestir með verulega reynslu af námskeiðshaldi. Þess verður gætt eftir fremsta megni að hópar undir umsjón leiðbeinanda verði ekki skipaðir fleiri er 8 börnum.

Umsjón með skráningum og frekari upplýsingar veitir
Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG s. 862 – 9204

Skráningar fara fram rafrænt á skráningarformi á heimasíðu GKG hér.