Skautafélag Reykjavíkur – sumarskautaskóli

Listhlaupadeild

Skautafélag Reykjavíkur – listhlaupadeild er með sumarskautaskóla í boði eins og undanfarin ár.
SR – listhlaupadeild verður með sumarskautaskóla í júní, júlí og í ágúst eins og hefð er fyrir, námskeiðin eru fyrir stráka og stelpur á aldrinum 4 til 11 ára. Staðsetning námskeiðsins er í Skautahöllinni í Laugardal.

Námskeiðið samanstendur af:
Kennslu í grunnskautun og öryggisatriðum.
Kynningu á grunnatriðum í listhlaupi á skautum.
Upphitun, teygju- og þrekæfingum sem fara fram í leikjaformi úti og inni.

Námskeiðin eru hálfan daginn kl. 08.45 – 12.00 eða kl. 13.00 – 16.15. Einnig eru í boði námskeið allan daginn frá kl. 08.45 – 16.15 en þá þurfa börnin að koma með nesti í hádeginu.

ATH! Börnin þurfa að koma með hlý föt og vettlinga fyrir ístímann og hollt nesti.

 

ATH! Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 eru þessar dagsetningar birtar með fyrirvara um breytingar.

Júní
Vika 1. 08. – 12. júní (mánudag – föstudag) – 5 dagar kr. 15.000  hálfur dagur,  kr. 30.000 heill dagur
Vika 2. 15. – 19. júní (mánudag – föstudag ( frí 17. júní)) – 4 dagar kr. 12.000 hálfur dagur, kr. 24.000 heill dagur
Vika 3. 22. júní – 26. júní (mánudag – föstudag) – 5 dagar kr. 15.000 hálfur dagur, kr. 30.000 heill dagur.

Júlí og ágúst
Vika 1.  13. – 17. júlí (mánudag – föstudag) 5dagar kr. 15.000 hálfur dagur, kr. 30.000 heill dagur
Vika 2. 20. – 24. júlí (mánudag – föstudag) – 5 dagar kr. 15.000 hálfur dagur, kr. 30.000 heill dagur
Vika 3. 27. – 31. júlí ( mánudag – miðvikudag ) 5 dagar kr. 15.000 hálfur dagur, kr. 30.000 heill dagur
Vika 4. 04. – 07. ágúst (þriðjudag – föstudag) 4 dagar kr. 12.000 hálfur dagur, kr. 24.000 heill dagur
Vika 5. 10. – 14. ágúst (mánudag – föstudag) 5 dagar kr. 15.000 hálfur dagur, kr. 30.000 heill dagur.
Vika 6. 17. – 21. ágúst (mánudagur – föstudagur) 5 dagar kr. 15.000 hálfur dagur, kr. 30.000 heill dagur.

Skráning fer fram á skautafelag.felog.is  velja þarf tímabil og fyrir/eftir hádegi eða allan daginn.
Umsjónamenn námskeiðanna eru reyndir þjálfarar

Heimasíða Skautafélags Reykjavíkur

Netfang: gjaldkeri.lsr@gmail.com

______________________________________________________________________________________________________

Sumarnámskeið í íshokkí

Námskeiðið er fyrir 6 til 12 ára bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Heilsdags íshokkí- og leikjanámskeið frá 08.00- 16.30, mánudagur til föstudags (fimmtudagurinn 17. júní undanskilin).

Dagskráin hefst kl. 08.30 en boðið er upp á rólega stund fyrir þá sem vilja frá kl. 08.00. Formlegri dagskrá lýkur kl. 16.00 og boðið upp á rólega stund fyrir þá sem vilja frá kl. 16.00 – 16.30.

Lýsing:
Fyrir hádegi eru tveir tímar á ís ásamt þreki/ kylfutækni/ fræðslu og nestisstund.
Í hádeginu er borðað nesti. Eftir hádegi tekur við léttari dagskrá; sundferð/útileikir/gönguferð/fjölskyldugarðurinn + nestisstund. Allt í frábæru nærumhverfi í Laugardalnum.

Námskeiðið endar á pylsupartýi.

 

 

 

Námskeiðsvikur:

Námskeið 1. 14. – 18. júní (4 dagar) Verð 24.000 kr. (10% systkinaafsláttur)
Námskeið 2.
21. – 25. júní (5 dagar) Verð 30.000 kr. (10% systkinaafsláttur)
Námskeið 3.
03. – 06. ágúst (4 dagar) Verð 24.000 kr. (10% systkinaafsláttur)
Námskeið 4.
09.  – 13. ágúst (5 dagar) Verð 30.000 kr. (10% systkinaafsláttur)

 

Allir að klæða sig eftir veðri. Muna að merkja vel búnað, töskur og fatnað. Krakkarnir koma með nesti fyrir morgunhressingu og hádegismat, muna að koma með  merktan vatnsbrúsa.

Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu.

Námskeiðin eru hugsuð bæði fyrir þá sem eru að æfa hjá SR (eða öðrum félögum) og líka nýja byrjendur sem vilja nýta sumarnámskeið til að prófa íshokkí.

Aðalþjálfari er Kristín Ómarsdóttir

Kristín hefur víðamikla þjálfarareynslu og menntun bæði sem þjálfari á listskautum og einnig komið að þjálfun í íshokkí. Hún byrjaði að þjálfa árið 2001 og er enn starfandi í dag. Kristín hefur þjálfað byrjendur jafnt sem lengra komna og er leikmaður með kvennaliði SR.

Kristín er menntaður íþróttafræðingur og með mastersgráðu í kennsluréttindum. Hún hefur starfað sem íþróttafræðingur víða s.s. Grensás, Heilsuborg, geðdeildinni á Hringbraut auk þess fyrir önnur félög sem íþróttastjóri barnastarfs. Núverandi staða Kristínar er umsjónarkennari í grunnskóla.

Allar nánari upplýsingar og skráning HÉR