KVAN

Sumarnámskeiðin eru haldin á Hábraut 1a, Kópavogi.

Í sumar býður KVAN upp á sín hágæða sumarnámskeið. Áherslan á námskeiðunum er að kenna félags– og leiðtogafærni, efla vináttufærni og bæta samskipti.

Það gerum við saman í gegnum æfingar og fræðslu, ásamt skemmtilegum og uppbyggjandi samvinnuleikjum innandyra og utan.

Æfingar í félags-, leiðtoga- og vináttufærni er eitthvað sem öll börn hafa gott af.

Æfingarnar, auk samvinnuleikja geta haft örvandi og jákvæð áhrif á félagslegan þroska barna, á hegðun, umhyggju, umburðarlyndi og samkennd, ásamt því að efla jákvæða leiðtogahæfileika. Ef þú ert að leita að skemmtilegu en jafnframt gagnlegu og fræðandi sumarnámskeiði fyrir barnið þitt þá er sumarnámskeið KVAN það rétta fyrir barnið þitt.

 

Námskeiðin eru kennd í tveimur aldurshópum, fyrir börn sem lokið hafa 2. – 4. bekk á aldrinum 8 til 10 ára og þau sem lokið hafa 5. – 7. bekk 11 til 13 ára.

Námskeið í júní og júlí.

Námskeið 1. Aldur 8 til 10 ára, 10. – 21. júní. Kl. 09.00 -12.00

Námskeið 2. Aldur 11 til 13 ára, 10. – 21. júní. Kl. 13.00 -16.00

Námskeið 3. Aldur 8 til 10 ára, 24. júní – 05. júlí. Kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 4. Aldur 8 til 10 ára, 24. júní – 05. júlí. Kl. 13.00 – 16.00

Námskeið 5. Aldur 8 til 10 ára, 08. – 19. júlí. Kl. 09.00-12.00

Námskeið 6. Aldur 11 til 13 ára, 08. – 19. júlí. Kl. 13.00 – 16.00

 

 

Námskeið í ágúst.

Námskeið 7. Aldur 8 til 10 ára, 06. – 16. ágúst. Kl. 09.00 – 12.00

Námskeið 8. Aldur 11 til 13 ára, 06. – 16. ágúst. kl. 13.00 – 16.00

 

Námskeiðsgjald 39.600 – 44.000 kr. fer eftir lengd námskeiða. Skráning er hafin á heimasíðu KVAN

Umsjón með námskeiðunum hafa menntaðir kennarar KVAN með menntun frá Menntavísindasviði HÍ ásamt aðstoðarmönnum.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá KVAN í síma 519 – 3040 eða í gegnum netfangið kvan@kvan.is