Skátafélagið Kópar

Útilífsnámskeið Kópa.

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann og er haldið í íþróttahúsi Digranes (Álfhólsskóla).

 

Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Námskeiðin eru fjölbreytt og reynt eftir fremsta megni að hafa ólíka dagskrá í hverri viku. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.

 

Námskeiðin eru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið er upp á gæslu á milli 08.00 – 09.00 sem greiða þarf aukalega fyrir. Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana, eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag stútfullan af ævintýrum.

Júní:
Námskeið 1. 10 – 14. júní
Námskeið 2. 18 – 21. júní
Námskeið 3. 24 – 28. júní

Júlí.
Námskeið 4. 01 – 05. júlí
Námskeið 5. 08 – 12. júlí

Ágúst.
Námskeið 6. 12. – 16. ágúst

 

Nánari upplýsingar  og skráningar  HÉR 


 Skátafélagið Kópar

Tölvupóstfang á Útilífsskólann

Skátafélagið Kópar sími 554-4611.