Sumarnámskeið KFUM og KFUK

Leikjanámskeið í Lindakirkju

KFUM og KFUK stendur fyrir hinum sívinsælu leikjanámskeiðum í Lindakirkju í sumar.

Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnum á aldrinum 6 til 9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem lögð er áhersla á aukinn þroska líkama, sálar og anda. Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsendum og því mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika og virðingu hvert fyrir öðru.

Á hverjum degi er boðið upp á vandaða og fjölbreyttra dagskrá. Má þar nefna útivist, föndur, íþróttir, leiki, vettvangsferðir og fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði.  Lögð er áhersla á að hvert barn fái að njóta sín sem best við leiki og störf. Síðasta dag námskeiðis er boðið upp á uppskeruhátíð þar sem grillaðar verða pylsur og safi og karnival í boði.

Námskeiðin standa frá kl. 09:00-16:00 og húsnæðin opna kl. 08:45.

Börnin hafa sjálf með sér nesti fyrir allann daginn; morgunkaffi, hádegismat og síðdegiskaffi. Mælt er með hollu og næringaríku nesti.

 

Námskeið 1: 10. – 14. júní  kr. 21.900
Námskeið 2: 18. – 21. júní   kr. 17.900
Námskeið 3: 24. – 28. júní   kr. 21.900
Námskeið 5: 01. – 05. júlí     kr. 21.900
Námskeið 6: 08. – 12. júlí     kr. 21.900

 

 

Skráning er hafin á leikjanámskeið í Lindakirkju

Netfang KFUM & KFUK á Íslandi er kfum@kfum.is og sími 588 – 8899 þar sem veittar eru frekari upplýsingar.