Sumarnámskeið.
Um er að ræða viku löng námskeið og kennt er 3-4 tíma á dag. Á námskeiðunum er að venju unnið með
skapandi aðferðir, ímyndunarafl nemenda, spuna, persónusköpun og samvinnu. Námskeiðin eru færð út á græn svæði eins mikið og veður leyfir.
Í lok hvers námskeiðs er opinn tími þar sem aðstandendum gefst tækifæri til að líta afrakstur vikunnar og fá innsýn í starf Leynileikhússins.
Nánari upplýsingar um dagskrá sumarsins, námskeiðin og námskeiðsgjald má finna á heimasíðu Leynileikhússins.
Skráning á sumarnámskeiðin er hafin – Skáningar.
Fyrirspurnir má senda á info@leynileikhusid.is