Stuðningur á almenn sumarnámskeið

Upplýsingar um stuðning með börnum og unglingum á almenn sumarnámskeið.

Foreldrum/forráðmönnum barna með fötlun býðst að sækja um stuðning fyrir börn sín á almenn sumarnámskeið.

Til að fá mat á hvaða stuðningur hentar hverju barni, er óskað eftir að foreldrar veiti samþykki fyrir því að leitað verði upplýsinga til þjónustuaðila barnsins, t.d. hjá skóla eða Velferðarsviði Kópavogsbæjar. Sjá nánar á umsóknareyðublaði.

 

Vakin er athygli á að sé barn skráð á sumarnámskeið í Hrafninum er ekki veittur viðbótar stuðningur, starfsmannahald Hrafnsins tekur mið af umsóknum sem þangað berast.

 

ATH!
Lokafrestur til að sækja um stuðning á námskeið  í júní er 15. maí. 
Lokafrestur til að sækja um stuðning á námskeið í júlí er 15. júní 
Lokafrestur til að sækja um stuðning á námskeið í ágúst er 15. júlí.

Sækja um stuðning fyrir barn á almenn sumarnámskeið

 

Nánari upplýsingar veita Ásgerður Stefanía Baldursdóttir forstöðumaður og Guðmunda Brynja Óladóttir aðstoðarforstöðumaður.
Hrafninn s. 441 9381.
Farsími 897 – 0013.