Sumar hjá Götuleikhúsinu
Götuleikhús Kópavogs er með starfssemi sína í húsnæði Leikfélags Kópavogs við Funalind 2. Götuleikhúsið er vinnustaður unglinga í 10. bekk grunnskóla (16 ára) og fyrsta árs unglinga í framhaldsskóla (17 ára) og eru með lögheimili í Kópavogi.
Í leikhússtarfinu fá þátttakendur tækifæri til að vinna að ýmsu formi leiklistar, vera með sýningar víða um bæinn fyrir unga sem aldna. Götuleikhópurinn tekur einnig þátt í hátíðarhöldum á 17. júní í Kópavogi.
Leitað er að hugrökkum og hæfileikaríkum unglingum sem hafa áhuga á eða reynslu af dansi, tónlist og leiklist.
Götuleikhússtarfið er frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki, efla skapandi hugsun, læra sviðsframkomu og samvinnu í hóp.
Óskir um sumarvinnu í Götuleikhúsi Kópavogs skulu settar inn í umsókn um starf í Vinnuskóla
Umsjón með starfi Götuleikhúsins hefur Svavar Ólafur Pétursson verkefnastjóri s. 441 9082
Opnað er fyrir umsóknir samhliða opnun umsókna í Vinnuskólan þann 1. apríl.