Sértækt sumarstarf

Frístundaklúbbar – sumarstarf fyrir börn, unglinga og ungmenni með fötlun

Hrafninn er frístundaklúbbur barna, unglinga með fötlun á aldrinum 7 til 16 ára og fer sumarstarfssemi hans í húsnæði Salaskóla. Boðið er upp á frístundanámskeið fyrir 7 til 13 ára.

Unglingum á aldrinum 14 til 16 gefst kostur á vinnu  hjá Vinnuskóla Kópavogs og eru verkefnin sniðin að getu hvers og eins. Skráningar hefjast 21. apríl ( Sumardaginn fyrsta )

_____________________________________________________________________________________________

Vesturhlíð Klettaskóla / aðrir skólar
Börn og unglingar með fötlun, eiga lögheimili í Kópavogi og stunda nám í Klettaskóla, eiga þess kost að sækja um sumarnámskeið í frístundaklúbbum í Klettaskóla. Sama gildir um börn sem skráð eru í aðra skóla utan Kópavogs.

Skráningar um sumarnámskeið í Garði, Guluhlíð og Öskju fara fram í gegum Rafræna Reykjavík.

_________________________________________________

 

 

Stuðningur með börnum á almenn sumarnámskeið: Foreldrra/forráðmenn barna með fötlun geta sótt um að stuðning fyrir börn sín á almenn sumarnámskeið. Sjá nánari upplýsingar hér

_______________________________________________________________________________________________

Tröð er vinnu – og frístundatengd starfsemi fyrir ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára. Ungmenni undir 18 ára sækja um í gegnum Vinnuskóla Kópavogs  en 18 ára og eldri sækja um sumarstarf í Tröð í gegnum atvinnuleitarmiðilinn alfred.is


Gleðilegt sumar.