Máfurinn

Máfurinn tónlistarsmiðja.

Máfurinn tónlistarsmiðja er fyrir börn á aldrinum 8 -12 ára sem hafa áhuga á tónlist og sköpun. Engin fyrri tónlistarmenntun er nauðsynleg.

Þemað í smiðjunni í ár er hreyfing og við veltum fyrir okkur hvernig er hægt að tengja tónlist og hreyfingu saman á skapandi hátt. Við semjum tónverk út frá hreyfingum, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri. Námskeiðið er fjölbreytt, skemmtilegt og hentar vel fyrir frumlega krakka.

Smiðjan fer fram á Bókasafni Kópavogs og leiðbeinendur eru Ólína Ákadóttir og Marta Ákadóttir.

Námskeiðið fer fram 7. – 9. ágúst frá kl. 09.00 – 12.00.
Námskeiðsgjald er kr. 2.500.

Skráning er hafin – HÉR

Fyrirspurnir um nánari upplýsingar má senda á Elísabetu Indru Ragnarsdóttur