Skapandi sumarstörf

Ungmennahúsið Molinn

Ungu hæfileikafólki býðst að vinna að eigin verkefnum í Molanum í sumar. Kópavogsbær hefur undanfarin ár gert ungmennum bæjarins kleift að vinna að listum sínum og miðla til annara.

Í sumar munu 25 aðilar vinna að skapandi verkefnum og glæða bæinn lífi. Töluverður fjöldi hópa og einstaklinga sótti um þau störf sem í boði eru. Um er að ræða fjölbreytt og ólík verkefni sem þó hafa það sameiginlegt að vera hugarfóstur ungra Kópavogsbúa sem langar til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Á hverju ári sækir fjölbreyttur hópur fólks um starf, td. leikarar, tónlistarfólk, hönnuðir, ljósmyndarar, dansarar o. fl. Þessir hópar og einstaklingar skipuleggja uppákomur í bænum yfir sumartímann og taka þátt í hátíðarhöldum á 17. júní.

Sumarstarfinu lýkur svo með uppskeruhátíð í lok júlí þar sem allir þátttakendur sýna afrakstur sumarsins á einn eða annan hátt.

Hægt verður að fylgjast með starfi sumarsins á facebook síðunni Skapandi sumarstörf í Kópavogi

 

Molinn ungmennahús
Hábraut 2
200 Kópavogur
Sími 441 – 9290
Netfang: molinn@molinn.is