Skopp – sumarnámskeið

Í boði er Leikjahopp námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið verður í ýmsa leiki eins og skotbolta, fótbolta, koddaslag og klifurkeppni.
Við leggjum mest uppúr hópefli, gleði og skemmtun.

Mikilvægt er að börnin komi með nesti g í léttum og þægilegum fatnaði. Börnin fá Skopp sokka, Skopp bol, Skopp brúsa og Skopp ennisband.

Námskeiðin eru fyrir 6 til 12 ára börn og þeim er skipt í tvo hópa 6 – 9 ára og 10 – 12 ára.
Námskeiðstíminn er frá kl. 09.00 – 12.00 eða 13.00 – 16.00 .

 

Leiðbeinendur: Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Skopp sem allir hafa reynslu af námskeiðshaldi og því að vinna með börnum.

 

Námskeiðsgjald og skráning

Skráning er hafin á heimasíðu Skopp og þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar.

Námskeiðin fara fram í Skopp
Dalvegi 10 – 14 Kópavogi.