Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla
Í sumar býður Frístund Hörðuheima upp á Sumarfrístund fyrir börn fædd 2014 – 2017. Í sumarfrístund er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikill metnaður er settur í það að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir geti fundið viðfangsefni við hæfi. Sumarfrístund byggist á útivist, hreyfing, leikjum, ferðum og ýmsum ævintýrum í nær- og fjærumhverfi.
Námskeiðsvikur í júní.
Vika 1. 10. – 14. júní.
Umsjón: Margrét Stefanía Þorkelsdóttir og Margrét Áslaug Heiðarsdóttir
Vika 2. 18. – 21. júní.
Umsjón: Áskell Dagur Arason
Vika 3. 24. – 28. júní.
Umsjón: Ásthildur Guðmundsdóttir
Námskeiðsvikur í júlí.
Vika 4. 01. – 05. júlí
Umsjón: Margrét Stefanía Þorkelsdóttir og Margrét Áslaug Heiðarsdóttir
Vika 5. 08. – 12. júlí
Umsjón: Margrét Stefanía Þorkelsdóttir og Margrét Áslaug Heiðarsdóttir
Hægt er að skrá börn á biðlista þegar skráningarþak hefur verið fyllt og hefur þá forstöðumaður samband við forráðamenn ef pláss losnar.
Opnunartími er frá kl 09:00 – 16:00 en boðið er upp á gæslu frá kl 08:00 – 09:00 og 16:00 – 17:00, aukagjald er fyrir gæslu.
Námskeiðsgjald er 12.100 kr. vikan.
Gjald fyrir gæslu kostar 580 kr. hver klukkustund.
Námskeiðsgjald og systkinaafsláttur greiðist við skráningu.
Forstöðu fyrir Sumarfrístund veita forstöðumenn frístunda í grunnskólum Kópavogs.
Óskir um nánari upplýsingar má senda í tölvupósti á netfang Hörðuheima.
Símanúmer Hörðuheima er 825 – 5947