Sumarvefur Kópavogsbæjar

Á sumarvef Kópavogsbæjar er að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, – leikja – og íþróttanámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni. Námskeið og atvinnuverkefni  á vegum Frístunda – og Íþróttadeildar Menntasviðs eru m.a.

  • Siglingar og sjávaríþróttir Kópanes við Naustavör
  • Smíðavöllur við Smáraskóla
  • Sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum í öllum skólahverfum
  • Hrafninn frístundaklúbbur, sumarnámskeið fyrir börn og unglinga með fötlun
  • Tröð atvinnu – og frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára.
  • Götuleikhús unglinga atvinnuverkefni á vegum Vinnuskóla Kópavogs
  • Skapandi sumarstörf í Molanum ungmennahúsi

 

Skráningar á sumarnámskeið hefjast 1. maí 2022.

 

Undir hnappnum “Önnur námskeið” er að finna fjölbreytt önnur sumarnámskeið á vegum íþróttafélaga í Kópavogi og annarra tómstunda- og félagasamtaka, auk ýmissa annarra námskeiða utan Kópavogs.

 

 

Verið velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi.

Gleðilegt sumar.