Breiðablik

Sumarnámskeið Breiðabliks

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum í Kópavogsdal og í Fagralundi í Fossvogsdal. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd á árunum 2006 – 2013.

Boðið verður upp á:

 • Ævintýranámskeið
 • Frjálsíþróttanámskeið
 • Knattspyrnunámskeið
 • Körfuboltanámskeið
 • Karatenámskeið
 • Skáknámskeið
 • Sundnámskeið
 • Hjólreiðanámskeið ( aðein fyrir börn fædd 2006, 2007 og 2008 )

Tímatafla og staðsetning námskeiða: 

 Smárinn  Vika 24
11.-15.
júní.
 Vika 25
18.-22.
júní.
 Vika 26
25.-29.
júní.
 Vika 27
02.-06.
júlí.
 Vika 30
23.-27. júlí
Vika 31
30. júl- 03. ágúst
Vika 32
07.-10.ág.
Vika33
13.-17. ág.
 Ævintýranámskeið   9 – 12   9 – 12   9 – 12   9 – 12 9 -12  9 – 12  9 -12 9 -12
 Frjálsíþróttanámskeið 13 – 16  13-16 13 – 16  13 – 16 13 – 16  13 -16  13 -16 13 -16
 Körfuboltanámskeið   9 – 12   9 – 12   9 – 12   9 – 12   9 – 12  9 – 12  9 – 12  9 – 12
 Karatenámskeið   9 – 12   9 – 12   9 – 12   9 – 12  9 – 12  9 – 12  9 – 12  9 -12
 Skáknámskeið  13 – 16  13- 16  13-16 13 -16  13-16  13 -16
 Knattspyrnunámskeið  13 – 16 13-16  13 – 16  13 – 16  13 – 16  13 -16 13- 16  13- 16
 Hjólreiðanámskeið  9 – 12

 

Fagrilundur  vika 24
11.-15. júní.
vika 25
18.-22. júní.
vika 26
25.-29. júní
vika 27
2.-6. júlí.
vika 28
09.-13. júlí.
vika 29
16.-20.júlí.
Vika 30
23.-27.júlí
Vika 31
30. júlí – 03.ág.
 Ævintýranámskeið  9 -12  9 -12  9 -12 9 -12  9 -12 9 -12  9 -12  9 – 12
 Frjálsíþróttanámskeið  9 -12  9 -12  9 -12 9 -12 9 -12 9 -12 9 -12  9 -12
 Körfuboltanámskeið  13 – 16  13 – 16 13 – 16 13- 16 13 – 16 13 -16 13-16  13 -16
 Knattspyrnunámskeið  13-16  13-16  13-16 13-16  13-16  13-16  13-16 13-16
 Hjólreiðanámskeið  9 -12

Verðskrá:

Verð fyrir eina viku verð kr.
 Námskeið hálfur dagur  ( 3 klst. )  7.300
 Hádegismatur  3.700
 Gæsla 1 klst á dag  2.000

Vakin er athygli á eftirfarandi.

 • Sama verð er á öll námskeiðin og hægt er að velja um hálfa eða heilan dag
 • Þegar heilsdagsnámskeið er valið er hægt að blanda saman tveimur mismunandi námskeiðum
 • Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti, en það er einn nestistími á hverju námskeiði
 • Í Smáranum og Fagralundi er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og gæslu frá kl. 08.00 -09.00 og 16.00 – 17.00

Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiði er hádegisverður ekki í boði í Fagralundi. Foreldrar yrðu látnir vita með fyrirvara.
Félagið áskilur sér rétt til að sameina námskeið eða færa þau milli staða ef ekki næst lágmarks þátttaka. 

Yfirumsjón með námskeiðunum hefur Hildur Björg Kjartansdóttir B.S. í Kinesiology frá Universtiy og Texas Rio Grande Valley.

Skráningar:
Hægt verður að skrá börn á námskeið og í gæslu frá og með 2. maí en allar upplýsingar um skráningarferlið er að finna á heimasíðu Breiðabliks.  Skráning hér. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 441-8900.

Nánari upplýsingar um sumarnámskeiðin hér. 

Breiðablik – Dalsmári 5
Sími: 441-8900

Heimasíða Breiðabliks