Blak er hinn fullkomni leikur fyrir 6 til 12 ára krakka
Blak felur í sér meiri virkni hjá börnunum og allir fá að vera með í leik sem tekur mið af hreyfifærni leikmanna og þróun í getu. Því skiptir engu máli hvort þátttakandi er nýbyrjaður að æfa eða ekki, því allir geta spilað krakkablak.
Krakkablak hefur allt:
Það er skemmtilegt
Allir geta verið með
Það er áskorun fyrir alla – styrkleikastig fyrir alla
Mikil hreyfing
Rétt þróun hreyfiþroska
Erfiðleikagráða tækniæfinga fer stighækkandi
Það er gaman og maður svitnar
Krakkablak verður í Fagralundi í sumar frá kl. 09:00 – 12:00 virka daga
Námskeið 1: 29. júní – 03. júlí
Námskeið 2: 06. júlí – 10. júlí
Námskeiðsgjald er 8.500 kr. Veittur er 15% systkinaafsláttur á námskeiðinu. Innifalið í námskeiðsgjaldi er nesti.
Fyrirspurnir má senda á Blakdeild HK
Skráningar hefjast 1. maí á skráningarsíðu HK