Draumar leikfélag

Söngleikjanámskeið Drauma

Á sumarönn 2020 býður leikfélagið Draumar upp á söngleikjanámskeið fyrir 9 árganga.

Á söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.

Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og í sumar eru töluvert færri pláss í boði á hvert námskeið en síðustu ár. Fyrstur kemur – fyrstur fær.

Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en dagsetningar og tímasetningar sýninganna kynntar þegar nær dregur. Lokasýningarnar okkar eru þekktar fyrir að vera veglegar og ekkert er til sparað hvað varðar hljóðkerfi og ljósabúnað til að gera útkomuna sem veglegasta. Hver nemandi fær tvo boðsmiða á lokasýningarnar en auka miðar kosta 1000 kr. og eru seldir við hurð.

Draumabolir fást með 25% afslætti ef þeir eru keyptir um leið og skráning fer fram! Afslátturinn kemur fram þegar allt er komið í körfuna við skráningu. Bolir sem keyptir eru með skráningu verða afhentir í fyrsta tímanum.

ATH. Þátttaka í lokasýningu er forsenda skráningar á námskeið, veljið því ekki námskeið á tíma þar sem barnið getur ekki verið með í sýningunni!

Fyrstu námskeiðin hefjast 8. júní. Kennsla fer fram í fjölbrautarskólanum í Garðabæ eins og síðastliðin ár. Námskeið sem kennd eru fyrir hádegi eru frá kl. 08.30 – 12.00 og námskeið eftir hádegi eru kennd frá kl. 13.00 – 16.30. Leikskólanámskeið eru ein vika.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, dagsetningar, tíma, skráningar og verð er að finna HÉR.