Atlas frístundarklúbbur Vinakots – KynningarBæklingur
Verður opið frá 08:00 – 16:00 fyrir ungmenni á grunnskólaaldri
Frístundarklúbburinn Atlas er starfræktur á Hringhellu 9a en hann er fyrir grunnskólabörn á höfuðborgarsvæðinu með fjölþættan vanda sem hafa meiri þjónustuþörf. Markmið okkar er margþætt og snýst meðal annars um að rjúfa félagslega einangrun og efla félagsfærniþjálfun með skipulögðu tómstundarstarfi.
Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingum, aðstandendum þeirra og öðru starfsfólki.
Starfið í frístundarklúbbnum
Allir fá verkefni við sitt hæfi og byggjum við starfið á fjölbreytileika. Frjálsi leikurinn og útiveran er alltaf á sínum stað þar sem við bjóðum upp á fjölbreytt viðfangsefni og ferðir í sund, Húsdýragarðinn, ýmiss útivistarsvæði í kringum höfuðborgarsvæðið, fjallgöngur, Crossfit o.fl.
Smiðjur
Boðið er uppá val á hverjum degi þar sem nemendur geta valið sér efni eða virkni við sitt hæfi og áhuga hverju sinni.
Þemasmiðjur
Markmið þemasmiðjunnar er að þjálfa börn upp í sveigjanleika og samvinnu með því að brjóta upp þeirra hefðbundnu dagskrá. Í hverri smiðju er unnið eftir ákveðnu efni þar sem þemað og viðfangsefnið er mismunandi milli smiðja. Smiðjurnar eiga að höfða til mismunandi styrkleika, áhugasviðs og færni nemenda og lögð verður áhersla á að þau kynnist betur þvert á aldurshópa. Í þessu felst mikil lífsleikni þar sem eldri kenna þeim yngri og öfugt. Nemendur geta komið með hugmyndir að þemasmiðjum og leitast er við að hafa þær áhugaverðar en í senn fræðandi fyrir börnin.
Alla föstudaga er farið í skipulagðar ferðir. Allar ferðir er miðaðar við getu og áhugasvið hvers ungmennis.
Ungmennin munu vera með starfsmönnum öllum stundum.
__________________________________________________________________________________________________________
Vinnukot
Verður opið frá 08:00 – 16:00 fyrir ungmenni frá 14 ára aldri
Vinnukot er vinnumarkaðsúrræði ætlað ungmennum með fjölþættan vanda,
Vinnukot leggur upp með að vera fræðandi, í góðum tengslum við vinnumarkaðinn og vera fýsilegur kostur fyrir þennan hóp einstaklinga sem oft þarf hjálp og stuðning við að velja sér leiðir í lífinu.
Markmið Vinnukots er að gefa ungmennum tækifæri á að kynnast almennu vinnuumhverfi sem þó tekur mið af hvers og eins með það að markmiði að þjálfa sig fyrir hinn almenna vinnumarkað. Að bjóða uppá fjölbreytt verkefni þar sem allir gætu fundið eitthvað við hæfi, þar má meðal annars nefna bílaþvott, húsgagnasmíði, garðvinnu, gluggaþrif o.fl.
Megináhersla er að veita ungmennum stuðning og styrkja stöðu þeirra félagslega og leiðbeina í samskiptum með hinum ýmsu verkefnum sem sinnt er í formi vinnu.
Að ungmennin finni þau verkefni sem þau hafa áhuga á og ýta undir vilja í að prófa að takast á við ný verkefni.
Sumarstarfið í Vinnukoti er í boði fyrir börn frá 14 ára aldri.
Allar umsóknir þurfa að berast fyrir 15. maí og sendist á netfangið adalheidur@vinakot.is