Höfuð-Borgin sumarstarf ungmenna 17 til 25 ára

Starfs – og félagsmiðstöðvarklúbburinn Höfuð-Borgin

Höfuð-Borgin er með aðsetur í Fannborg 2, 200 Kópavogur.

Í verkefnum Höfuð – Borgarinnar er lögð áhersla á hefðbundna sumarvinnu hjá Kópavogsbæ í samvinnu við ungmennin, sem aðstoðar með kynningu á almennum vinnumarkaði. Einnig er boðið upp á faglegt og skemmtilegt félagsmiðstöðvastarf.

 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Starfstímabil er frá 1. júní – 28. júlí 2023

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir forstöðumaður Höfuð-Borgarinnar í gegnum tölvupóst
og í síma 441 – 9395/825 – 5913

 

Höfuð – Borgin Upplýsingarbæklingur


Saga sumars – og frístundastarfs ungmenna með fötlun í Kópavogi:

Frá árinu 2010 hefur Kópavogsbær  boðið ungmennum með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára upp á sumarvinnu.
Áhersla var lögð á að auka vinnu – og frístundaúrræði fyrir ungmennin sem sniðið væri að þeirra þörfum og getu.
Sumarstarfinu var ætlað að bjóða uppá fræðandi og uppbyggilega nálgun, til viðbótar við hefðbundna sumarvinnu hjá bænum og laut meðal annars að kynningu á almennum vinnumarkaði.

_______________________________________________________________________

Umsóknir 17 ára ungmenna fara fram í gegnum Vinnuskóla Kópavogs. Vinsamlega takið fram við skráningu að ungmenni hafi tengingu við Höfuð-Borgina.

Umsóknir 18 – 25 ára fara fram í  gegnum innskráningarferli á alfred.is   

Leiðbeiningar um innskráningu.

  • Veljið innskráningarhnappinn og valið er um innskráningu með facebook eða með símanúmeri
  • Ef valið er símanúmer, opnast gluggi á skjánum sem segir SMS staðfestingarkóði – kóðinn er sendur í sms í uppgefið farsímanúmer
  • Staðfestingarkóðinn er settur inn í viðeigandi glugga og valin innskráning með símanúmeri
  • Þá opnast gluggi – „NÝSKRÁNING“ – umsækjandi fyllir út í alla reiti eins og þarf.
  • Velur hnapp „ Umsóknir“ og síðan „ STÖRF“.
  • Starfið sem við á heitir „Umsóknir fyrir ungmenni með fötlun“